Aðalfundur Judodeildar Ármanns 2022

Judodeild Ármanns boðar til aðalfundar mánudaginn 14. mars kl. 18:00 í Skelli. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: Formaður kynnir skýrslu um störf deildarinnar á liðnu starfsári. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til samþykkis. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár til samþykkis. Kosningar Formaður Stjórnarmenn (4) Varamenn (3) Fulltrúar á aðalfund félagsins (5) Önnur mál

Vignisbikarinn 2021

Vignisbikarinn verður haldinn laugardaginn 13. nóvember í Skelli, æfingaaðstöðu Judodeildar Ármanns. Þetta mót er haldið til að heiðra minningu fallins félaga, Vignis Grétars Stefánssonar. Mótið byrjar kl. 13:00 og verður keppt í aldursflokkunum U11, U13 og U15. Þátttökugjald er 1.000 krónur og aðgangseyrir fyrir eldri en 14 ára er 500 krónur. Skráningargjald skal lagt inn Read more about Vignisbikarinn 2021[…]

Æfingatímar, innanfélagsmót og sumarfrí

Æfingatímar fram að sumarfríi Æfingatímar hjá yngri flokkum verða með breyttu fyrirkomulagi frá og með 1. júní og hefjast kl. 17:15 og lýkur kl. 18:15. Eftirtaldir dagar eru eftir fram að sumarfríi: BÖRN YNGRIþriðjudagur 1. júnífimmtudagur 3. júníþriðjudagur 8. júnífimmtudagur 10. júníföstudagur 11. júní BÖRN ELDRIþriðjudagur 1. júnífimmtudagur 3. júnímánudagur 7. júníþriðjudagur 8. júnífimmtudagur 10. Read more about Æfingatímar, innanfélagsmót og sumarfrí[…]

Íslandsmót JSÍ 2021 í yngri flokkum

Íslandsmeistaramót JSÍ 2021 í yngri flokkum (U13, U15, U18 og U21) var haldið í Skelli laugardaginn 29. maí síðastliðinn. Loksins gafst okkur tækifæri til að sýna salinn eftir breytingar og var ekki annað að heyra en að gestir væru ánægðir með yfirhalninguna sem salurinn hefur fengið og sérstaklega fjaðrandi gólfið. Keppendur á mótinu voru 50 Read more about Íslandsmót JSÍ 2021 í yngri flokkum[…]

Íslandsmót JSÍ 2021 í fullorðinsflokkum

Seint koma sumar fréttir en koma þó! Íslandsmót JSÍ 2021 í fullorðinsflokkum var haldið í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi þann 16. maí síðastliðinn. Þar áttum við tvo keppendur undir merkjum Ármanns, þá Andrés Nieto Palma (-73) og Vilhelm Svansson (-66), sem lentu báðir í 2. sæti í sínum flokkum. Góður æfingafélagi okkar, Karl Stefánsson Read more about Íslandsmót JSÍ 2021 í fullorðinsflokkum[…]

Klippikort

Frá og með 25. febrúar ætlum við bjóðum upp á nýjan valmöguleika í æfingagjöldum: klippikort! Skráning og greiðsla fer fram í Nóra en þar er hægt að skrá sig fyrir 10, 30 eða 60 punkta klippikorti. Kortin fást síðan afhent hjá þjálfara þegar búið er að ganga frá greiðslu. Verðskrá klippikorta: PUNKTAR VERÐ 10 10.000 Read more about Klippikort[…]

Tilslakanir á samkomubanni

ÍSÍ sendi frá sér yfirlýsingu til sambandsaðila þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem fram kemur að reglugerð um samkomutakmarkanir, sem tók gildi 24. febrúar, feli í sér umtalsverðar tilslakanir. Nýja reglugerðin gildir til 17. mars og er helsta breytingin varðandi íþróttastarfið sú að heimilt er að hafa áhorfendur á mótum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum: Ef Read more about Tilslakanir á samkomubanni[…]

Aðalfundur Judodeildar Ármanns 2021

Judodeild Ármanns boðar til aðalfundar föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00 í Skelli. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: Formaður kynnir skýrslu um störf deildarinnar á liðnu starfsári. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til samþykkis. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár til samþykkis. Kosningar Formaður Stjórnarmenn (2) Varamenn (3) Fimm fulltrúar á aðalfund félagsins Fulltrúar í fastanefndir Read more about Aðalfundur Judodeildar Ármanns 2021[…]

Sveinbjörn keppir á Tel Aviv Grand Slam

Tel Aviv Grand Slam hefst fimmtudaginn 18. febrúar og stendur yfir í þrjá daga en þetta er í fyrsta skipti sem Ísrael heldur Grand Slam. Samkvæmt skráningarsíðu eru 430 keppendur frá 63 þjóðum (178 konur og 252 karlar). Á meðal þeirra verður okkar aðalmaður, Sveinbjörn Jun Iura, en hann keppir í -81kg flokki föstudaginn 19. Read more about Sveinbjörn keppir á Tel Aviv Grand Slam[…]