Vignisbikarinn verður haldinn laugardaginn 13. nóvember í Skelli, æfingaaðstöðu Judodeildar Ármanns. Þetta mót er haldið til að heiðra minningu fallins félaga, Vignis Grétars Stefánssonar. Mótið byrjar kl. 13:00 og verður keppt í aldursflokkunum U11, U13 og U15.
Þátttökugjald er 1.000 krónur og aðgangseyrir fyrir eldri en 14 ára er 500 krónur. Skráningargjald skal lagt inn á reikning 0515-14-411231, kennitala 491283-1309, með “Vignisbikar” í skýringu.
Upplýsingar um skráningu skulu sendar á vignisbikarinn@gmail.com og þarf helst að vera búið að skila skráningu fyrir lok föstudagsins 12. nóvember. Tilgreina skal nafn, aldur og þyngd. Í aldursflokkum U13 og U15 verður keppt í tveimur gráðuflokkum. Annars vegar verður boðið upp á flokk fyrir 4., 5. og 6. kyu eingöngu og hins vegar verður boðið upp á opinn gráðuflokk (öll belti) þannig að við skráningu í U13 og U15 þarf einnig að tilgreina gráðu.
Vigtun fer fram laugardaginn 13. nóvember kl. 11:00-12:00.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka þátt, á einn eða annan hátt.