Íslandsmót JSÍ 2021 í fullorðinsflokkum

Seint koma sumar fréttir en koma þó! Íslandsmót JSÍ 2021 í fullorðinsflokkum var haldið í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi þann 16. maí síðastliðinn. Þar áttum við tvo keppendur undir merkjum Ármanns, þá Andrés Nieto Palma (-73) og Vilhelm Svansson (-66), sem lentu báðir í 2. sæti í sínum flokkum. Góður æfingafélagi okkar, Karl Stefánsson (+100) sem keppir undir merkjum KA, lenti í 2. sæti í sínum flokki og 5. sæti í opnum flokki.

ÁFRAM ÁRMANN!