Íslandsmeistaramót JSÍ 2021 í yngri flokkum (U13, U15, U18 og U21) var haldið í Skelli laugardaginn 29. maí síðastliðinn. Loksins gafst okkur tækifæri til að sýna salinn eftir breytingar og var ekki annað að heyra en að gestir væru ánægðir með yfirhalninguna sem salurinn hefur fengið og sérstaklega fjaðrandi gólfið.
Keppendur á mótinu voru 50 talsins frá 7 félögum (Ármann (4), UMFG (7), ÍR (3), JR (20), JRB (1), KA (9) og UMFS (9)) og kepptu þessi fjögur fyrir okkar hönd:
- Eyja Viborg keppti í -48kg flokki, U13, og sigraði flokkinn.
- Henrik Costa keppti í -55 kg flokki, U15, og hafnaði í 3. sæti.
- Árni Ólafsson keppti í -66 kg flokki, U18, og hafnaði í 4. sæti.
- Elías Baldvinsson keppti í -81 kg flokki, U18, og hafnaði í 2. sæti.
Við erum gríðarlega stolt af þessum krökkum.
ÁFRAM ÁRMANN!