Júdóiðkun án takmarkana / Judo training without restrictions

Tekið af heimasíðu ÍSÍ

Fyrr í dag birtu yfirvöld auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Takmörkun á samkomum, skv. nýju auglýsingunni, tekur gildi 25. maí nk. kl. 00:00 og gildir til 21. júní nk. kl. 23:59.

Íþróttahreyfingunni til mikillar gleði þá getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu nú farið fram án takmarkana. Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Það þýðir takmarkanir á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.

Við hvetjum alla í íþróttahreyfingunni til að lesa nýju auglýsinguna vel, kynna sér innihald hennar vandlega og fara í einu og öllu eftir tilmælum og reglum yfirvalda.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Frétt heilbrigðisráðuneytis um nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Minnisblað sóttvarnalæknis

—— ENGLISH ——
Earlier today, the Minister of Health published new rules regarding restrictions on gatherings because of the pandemic. The restrictions, according to the new rules, are effective from May 25th 12:00 AM until June 21st 11:59 PM.

To the great pleasure of the Icelandic sports movement, sports activities of all age groups can now take place without restrictions. However, there will continue to be restrictions on sporting and other events, so that no more than 200 individuals can meet, whether in public or private spaces. This means the number of spectators at sporting events is limited.

We encourage everyone in the sports movement to read the new rules, study them carefully and make sure to completely follow the rules and recommendations of the authorities.

Rules on restrictions on gatherings because of the pandemic (Icelandic)

A new article from the Ministry of Health regarding the new rules on restrictions on gatherings because of the pandemic (Icelandic)

A memo from the Chief Epidemologist at the Directorate of Health