Sveinbjörn keppir á Tel Aviv Grand Slam

Tel Aviv Grand Slam hefst fimmtudaginn 18. febrúar og stendur yfir í þrjá daga en þetta er í fyrsta skipti sem Ísrael heldur Grand Slam. Samkvæmt skráningarsíðu eru 430 keppendur frá 63 þjóðum (178 konur og 252 karlar). Á meðal þeirra verður okkar aðalmaður, Sveinbjörn Jun Iura, en hann keppir í -81kg flokki föstudaginn 19. febrúar.

Sveinbjörn er gríðarlega vel stemmdur fyrir þetta mót og hlakkar mikið til. Hann fann fyrir miklum innblæstri frá okkar ungu keppendum á Afmælismóti JSÍ í yngri flokkum (hann fylgdist með útsendingunni) og ætlar að glíma þeim til heiðurs á föstudaginn.

ÁFRAM ÍSLAND! ÁFRAM SVEINBJÖRN! ÁFRAM ÁRMANN!