Tilslakanir á samkomubanni

ÍSÍ sendi frá sér yfirlýsingu til sambandsaðila þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem fram kemur að reglugerð um samkomutakmarkanir, sem tók gildi 24. febrúar, feli í sér umtalsverðar tilslakanir. Nýja reglugerðin gildir til 17. mars og er helsta breytingin varðandi íþróttastarfið sú að heimilt er að hafa áhorfendur á mótum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum:

Ef áhorfendur eru í sætum (sitjandi):

  • eru nándarmörk milli ótengdra aðila 1 metri.
  • skal skrá þátttöku allra áhorfenda (nafn, kennitala, símanúmer).
  • skulu allir nota andlitsgrímur.
  • skal koma í veg fyrir hópamyndanir eins og kostur er.

Ef áhorfendur eru í stæðum (standandi) þá gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.

Fjöldi þátttakenda á æfingum og í keppni barna og ungmenna fædd 2005 og síðar er nú leyfilegur 150.

Sjá frétt á vef ÍSÍ hér.

Málið á vef stjórnarráðsins.
Reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. febrúar og gildir til 17. mars 2021.
Minnisblað sóttvarnalæknis, dags. 21. febrúar 2021.